17.11.2009 | 21:34
Fundahöld í Hvalfirði
Mánudagur 16. nóvember 2009
Eftir hádegi í dag var ég staddur á hótelinu Glymur í Hvalfirði, tengt vinnu minni. Þar var ég vinnufundi á þessu skemmtilega hóteli. Það var skítakuldi og góður trekkur í Hvalfirðinum í dag en sól, þannig að fjörðurinn skartaði sínu fegursta. Ég hef aðeins örsjaldan komið inn í Hvalfjörð síðan Hvalfjarðargöngin opnuð 1998 en fram að því hafði ég nú verið amk vikulegur "gestur" í firðinum. Hvalfjörður er hins vegar mjög fallegur og nú hinn síðari ár er maður virkilega farinn að njóta hans sem slíks.
Mynd dagsins er tekin á fundinum á hótel Glym þar sem ég var staddur í dag. Á myndinni eru Harpa og Alma samstarfskonur mínar. Alveg hið fínasta hótel í gríðarlegum fallegum firði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.