17.11.2009 | 21:14
Heimsendirinn 2012!
Sunnudagur 15. nóvember 2009
Nú í kvöld fór ég í bíó með Ágústi Loga syni mínum. Fyrir valinu varð stórslysamyndin 2012 sem nýbúið er að frumsýna hér á landi. Þetta er sannkölluð stórmynd. Söguþráðurinn er á þá leið að vísindamenn reikna það út að vegna sérstakrar stöðu himintunglanna 21. desember 2012 muni jarðskorpan bráðna meira og minna bráðna sem þýðir auðvitað að endalok jarðarinnar eins og við þekkjum hana í dag. Svo fylgjumst við með aðalhetjunum reyna að lifa af þegar heilu stórborgirnar hverfa í iður jarðar og risastórar fljóðbylgjur ferðast um heiminn. Þó söguþráðurinn hafi sína galla verð ég nú bara að viðurkenna að ég skemmti mér konunglega. Myndin hefur að geyma einhverjar flottustu tæknibrellur sem ég hef séð og í góðu hljóðkerfi nær maður virkilega að vera spenntur meira og minna alla myndina því hvert stóratriðið rekur annað þá tvo og hálfan tíma sem myndin tekur í sýningu.
Mynd dagsins er auglýsingin af myndinni 2012 sem við Ágúst Logi sáum í kvöld. Hún gefur til kynna þvílíkar hamfarir kvikmyndin bíður uppá - alveg hin fínasta skemmtun og við feðgar skemmtum okkur vel!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.