17.11.2009 | 20:53
Fótbolti í 12 klukkutíma!
Laugardagur 14. nóvember 2009
Í hádeginu í dag var ég mættur í íþróttahúsið að Varmá, hér í Mosfellsbænum. Þar var Ágúst Logi sonur minn að fara að spila fótbolta-maraþon ásamt félögunum sínum í 4. flokki Aftureldingar. Í vikunni höfðu strákarnir gengið í hús í bænum og safnað áheitum en ætlun piltanna var að spila fótbolta í 12 klukkustundir samfellt. Það var vaskur hópur drengja sem mætti og auðvitað stóðu þeir við stóru orðin. Margir voru reyndar orðnir ansi þreyttir um miðnættið þegar síðasti leikurinn endaði en dagurinn var örugglega mikið ævintýri fyrir þá.
Mynd dagsins er af hinum vaska hóp strákanna í 4. flokki Aftureldingar sem spiluðu fótbolta-maraþon í 12 klukkkutíma í dag til að safna fyrir keppnisferð næsta sumar - flott hjá þeim!!! Ágúst Logi er í svörtum bol merktum "Carlsberg", fjórði frá hægri í miðröðinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.