Gengur ţú til rjúpna?

Fimmtudagur 12. nóvember 2009

Seinni partinn í dag fékk ég merkilegt símtal. Í mig hringdi mađur og ţegar hann var búinn ađ kynna sig spurđi hann mig hvort ég gengi til rjúpna. Ég sagđi svo ekki vera en vćri meira fyrir ađ borđa rjúpur og annan fiđurfénađ. Erindi ţessa ágćta manns var ađ upplýsa mig um ađ hann hefđi veriđ í rjúpnaleiđangri á Lyngdalsheiđi og nágrenni og gengiđ ţar fram á farsímann minn ţar lengst upp á fjalli. Ţessum ágćta síma tapađi ég í gönguferđ sem ég var í ţann 17. október s.l. (sjá nánar í fćrslu um ţann dag). Hiđ ótrúlega gerđist, ađ ekki einungis er merkilegt ađ mađurinn hafi gengiđ fram á símann sem er svartur og nokkuđ samlitur umhverfinu heldur hafđi líka kviknađ á honum ţegar ţađ var athugađ. Mađurinn ágćti, er Jón Árni heitir, fann svo í skrá símanns símanúmeriđ "heima" og međ hjálp ja.is fann hann út hver ég vćri. Ţađ er hreint ótrúlegt ađ sími sem legiđ hefur í heilan mánuđ upp á fjalli í roki, rigningu og snjó sé bara í fínasta lagi. Ég ţakkađi Jóni Árna kćrlega fyrir og fćrđi honum lítinn konfektkassa í ţakklćtisskyni enda kostar síminn töluverđa fjárupphćđ. Ekki var síđur mikilvćgt fyrir mig ađ endurheimta öll símanúmerinn sem geymd voru í minni símans.

IMG_6269[1]

Mynd dagsins er af fundvísa manninum, Jóni Árna, sem fann símann minn á Kálfatindum viđ Lyngdalsheiđi ţar sem síminn hafđi legiđ í heilan mánuđ í öllum mögulegum veđrum - en var í finu lagi eftir volkiđ Cool


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband