Fiskikvöld hjá strákunum

Þriðjudagur 10. nóvember 2009

Inga var ekki heima í kvöldmatnum. Þau kvöld þegar frúin er ekki heima höfum við strákarnir oft fisk í matinn og það var einnig svo í kvöld. Fyrir valinu var að fara í fiskbúðina hér í Mosfellsbænum en hún er aldeilis glæsileg, og í raun frábært fyrir okkur bæjarbúa að hafa fiskbúð í bænum okkar. Magnús Árni fékk að velja og valdi ýsu í raspi = steiktan fisk með karöflum og remolaði. Ágúst Logi kom svo um kvöldmatarleitið og var bara ansi hreint liðtækur í eldamennskunni. Kvöldverðurinn rann ljúflega niður.

IMG_6266[1]

Mynd dagsins er af Ágústi Loga matreiðslumeistara þar sem hann er í óða önn að steikja fisk fyrir strákakvöldið okkar nú í kvöld. Bara efnilegur kokkur drengurinn Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband