10.11.2009 | 22:03
Synirnir gerast eplabændur
Sunnudagur 8. nóvember 2009
Í dag var komið að kveðjustund fjölskyldunnar í Danmörku þar sem við höfum dvalið síðustu daga hjjá Siggu móðursystur minni og Steen manni hennar. Rétt fyrir hádegi skutlaði Sigga frænka okkur út á Kastrup flugvöll þar sem við notuðum síðustu dönsku krónurnar okkar. Við lentum svo í Keflavík um kaffileitið og vorum komin heim fljótlega eftir það eftir stutta en mjög skemmtilega Danmerkurferð.
Mynd dagsins er tekin í garðinum hjá Siggu og Steen. Í garðinum eru tvær tegundir af eplatrjám og nú er eplatínslutímabilið í hámarki. Önnur eplategundin er ætluð til að borða beint en hin eru súrari og meira hugsuð til matargerðar. Rétt áður en við komum til Danmerkur var heilmikið rok og þá féllu ansi mörg epli niður af trjánum. Strákarnir voru því drifnir út í garð að tína eplin áður en ormar og aðrir garðbúar náðu til þeirra. Þetta var mjög gaman
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.