Að ganga í takt...

Laugardagur 7. nóvember 2009

Í dag erum við fjölskyldan ennþá í Danmörku. Við tókum daginn snemma og fórum í bæinn. Kíktum á "Strikið", röltum í Nýhöfn og fleira skemmtilegt. Svo lá leiðin í Dýragarðinn þar sem við skoðuðum ísbirni, ljón, úlfa, ýmsar tegundir af öpum og margt fleira. Í sumar var svo opnað nýtt húsnæði fyrir fílana og það var mjög flott að skoða það. Um kvöldið var okkur svo boðið í ekta heima-svínasteik með brúnuðum kartölfum hjá Aase, mömmu Steen - hrikalega gott.

lifvördur

Mynd dagsins er tekin Amalíuborg í dag en það er heimili drottningarinnar. Það hefur löngum verið vinsælt að fylgjast með lífvörðum drottningar sem gæta hallarinnar og hafa gerta með svipuðum hætti í árhundruð. Sérstaklega fannst strákunum athyglisvert að horfa á vaktaskipti lífvarðanna sem eru mikil athöfn þar sem aðalatriðið er að ganga í takt, jafnvel þó það sé á staðnum. Myndin sýnir Ágúst Loga og Magnús Árna með einum af líffvörðum Danadrottningar í fullum skrúða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband