10.11.2009 | 21:27
Áströlsk nautasteik á hinu danska "hótel Holte"
Föstudagur 6. nóvember 2009
Í dag erum við fjölskyldan stödd í Holte við Kaupmannahöfn, hjá Siggu móðursystur minni og Steen eiginmanni hennar. Venju samkvæmt var dekrað við okkur í dag - í mat, drykk og öllu öðru. Seinni partinn kom Inga yfir til okkar frá Malmö þar sem hún hefur verið á ráðstefnu síðustu daga. Í kvöld var svo slegið upp veislu þar sem meistarakokkurinn Steen sýndi allar sýnar bestu hliðar og gaf kokkunum á hinu íslenska hótel Holti ekkert eftir. Alveg frábær máltíð í lok á góðum degi.
Mynd dagsins er tekin í kvöld hjá Siggu og Steen í Holte, þar sem bornar voru fram ástralskar nautasteikur og meðlæt en eldamennskan gefur hinu íslenska hótel Holti ekkert eftir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.