Í skógarferð í Danmörku

Fimmdagurinn 5. nóvember 2009

Dagurinn í dag hófst snemma eða kl. 4:45. Þá vöknuðum við feðgar því í dag var stefnan sett á að fljúga til Danmerkur. Við vorum mættir út á flugvöll upp úr kl. 6 og þá var skoðað í nokkrar búðir áður en við fengum okkur í svanginn og fórum út í vél. Við lentum heilu og höldnu á Kastrup í hádeginu eftir mjög þægilega ferð, alveg ótrúlegur munur að fljúga með krakka eftir að nýju sætin með sjónvarpsskjáunum komu í vélarnar. Steen, eiginmaður Siggu frænku, kom og sótti okkur á flugvöllin og fór með okkur heim til þeirra hjóna þar sem ætlunin er að dvelja. Við tókum svo daginn bara rólega enda urðum við allir frekar þreyttir og syfjaðir þegar leið á daginn. Í kvöldmat var boðið uppp á þjóðlegan danskan rétt "fríkadellur" (íslensk stafsetning) eða steiktar kjötbollur sem slógu alveg í gegn.

IMG_6181[1]

Mynd dagsins er tekin í skóginum við Holte í Danmörku þar sem við feðgarnir ætlum að dveljast næstu dagana. Fyrir utan húsið þeirra er þessi skemmtilegi skógur ásamt stöðuvötnum og fjölbreyttu dýralífi Það eru flottir haustlitir í skóginum núna og mikið af laufblöðum. Steen tók þessa skemmtilegu mynd af okkur feðgum ásamt Siggu frænku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Bestu kveðjur til Siggu.

Hólmfríður Pétursdóttir, 9.11.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband