Pakkað niður fyrir Köben

Miðvikudagur 4. nóvember 2009

Á morgun stendur mikið til því þá ætla ég til Danmerkur ásamt strákunum, í langa helgarferð. Við munum dvelja fram á sunnudag hjá Siggu, systur mömmu og Steen manni hennar. Þau búa í Holte, sem er í útjaðri Kaupmannahafnar. Inga fór til Svíþjóðar í morgun þar sem hún verður á ráðstefnu næstu tvo daga en svo mun hún koma yfir til okkar og eyða með okkur helginni. Í kvöld vorum við feðgarnir því að pakka niður. Þó við ætlum aðeins að vera í fjóra daga þarf ýmislegt að taka með sér og í kvöld pökkuðum við niður dótinu okkar - vorum í raun ekki lengi að því. Þótt ótrúlegt sé sofnuðu drengirnir bara tiltölulega snemma.

IMG_6257[1]

Mynd dagsins er af Magnús Árna að "pakka" fyrir Danmerkurferðina í fyrramálið. Hann var mjög æstur að fá að pakka sjálfum sér í töskuna en eftir stuttar samningaviðræður náðist samkomulag um að fötin og dótin færu í töskuna, en ekki hann sjálfurCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband