Hannes frændi sjötugur

Sunnudagur 1. nóvember 2009

Ég vaknaði um 10-leitið í morgun á ferðaþjónustubýlinu Steinstöðum í Skagafirði (sjá færslu gærdagsins). Eftir að við höfðum gætt okkur á morgunverðarhlaðborði voru félagarnir kvaddir og faðmaðir og brunað af stað í Mosfellsbæinn. Við stoppuðum nú reyndar tvisvar örstutt á leiðinni. Fyrst hjá Önnu tengdamömmu í Borgarnesi og svo líka hjá mömmu og pabba á Akranesi þar sem við sóttum Magnús Árna. Um klukkan fjögur var öll fjölskyldan komin heim og búin að klæða sig í sparifötin. Þá var haldið í sjötugsafmæli frænda míns Hannesar Wöhler sem bauð til teitis heima hjá sér í Fossvoginum. Þar var boðið upp á ljúffengar veitingar og hápunktur veislunnar var þegar börn afmælisbarnsins komu pabba sínum á óvart með því að fá dægurlagasöngvarann Ragga Bjarna til að taka nokkur lög og koma veislugestum í stuð. Það tókst mjög vel hjá Ragga og afmælið var alveg hin fínasta skemmtun.

IMG_6143[1] 

Mynd dagsins er úr sjötíu ára afmæli Hannesar frænda í dag. Ég smellti einni mynd þegar stórsöngvarinn Raggi Bjarna heilsaði upp á Hannes. Flottir karlar og flott afmæli!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband