1.11.2009 | 21:02
Tveir kokdillar fyrir Skagafjarðarferð
Föstudagur 30. október 2009
Það var mikið um að vera hjá okkur Ingu seinni partinn í dag. Í kvöld var ætlunin að fara í Skagafjörð en fram að þeim tíma þurfum við að mæta í tvo kokteilpartý eða kokdilla. Klukkan fimm vorum við mætt í þann fyrri og um hálfsjö í þann síðari. Sá síðari tengist vinnu minni en það var kveðjuhóf fyrir Ásgeir Guðnason, sem er að hætta í stjórn Sjómannadagsráðs sem er eigandi Hrafnistuheimilanna þar sem ég starfa. Við Ásgeir höfum átt mikið og gott samstarf þannig að hans verður saknað. Ég vildi því endilega vera með í kveðja hann og áttum við ánægjulega stund. Um kl. 21:30 vorum við Inga komin heim í Hrafnshöfðann þar sem lokið var við að pakka fyrir ferð helgarinnar í Skagafjörð en um það verður fjallað í færslu morgundagsins. Við fórum seint að sofa því við vorum ekki kominn á áfangastað fyrr en um kl. 2 að nóttu.
Mynd dagsins er tekin í kokdilli í kvöld og sýnir okkur Ingu ásamt Mæju, eiginkonu Guðmundar Hallvarðssonar stjórnarformanns Sjómannadagsráðs sem er eigandi vinnustaðar míns, Hrafnistuheimilanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.