Flott Frida!

Fimmtudagur 29. október 2009

Inga bauð mér í leikhús í kvöld. Við fórum í Þjóðleikhúsið og sáum leikritið Frida -viva la vida. Þetta er íslenskt verk um líf mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo. Frida var ein af forvitnilegustu myndlistarmönnum 20. aldarinnar og er í miklu uppáhaldi hjá Ingu. Brynhildur Guðjónsdóttir leikur Fridu. Á heimasíðu þjóðleikhússins segir um verkið: "Sýningin er ferðalag um einstæða veröld þessarar tilfinningaríku konu, sem í gegnum sorgir og þjáningar orti hið undursamlega ljóð eigin lífs á striga - átakanlegt en fagurt, hávaðasamt en friðsælt. Það elska engar tvær manneskjur eins, og svo sannarlega engin eins og Frida Kahlo. Ögrandi verk um litina í lífinu og ástinni, þá mildu og þá sterku, þá heitu og djúpu, þá sem trylla og sefa, þá sem blasa við augum allra og þá sem bara sumir sjá." Ég skemmti mér ágætlega í leikhúsinu en get nú ekki sagt að þetta leikrit flokkist með mestu meistarastykkjum sem ég hef séð. Það vantaði eitthvað en þetta var þó gaman.

frida
 

Mynd dagins er kynningarmynd leikritsins um Fridu sem við Inga sáum í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Myndin sýnir aðalleikarana Brynhildi Guðjónsdóttur og Ólaf Darra Ólafsson. Sýningin var ágæt en eitthvað vantaði til að hægt sé að flokka þetta sem meistarastykki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband