Skólafrí að byrja!

Miðvikudagur 28. október 2009

Það var mikill spenningur hjá sonunum í dag því dagurinn er síðasti dagur fyrir skólafrí hjá þeim. Þá fá þeir piltar frí í skólanum fram á næsta þriðjudag og einhverra hluta vegna þykir þeim þetta ekki leiðinlegt. Undir kvöld fór Ágúst í samkomuhúsið Hlégarð hér í Mosfellsbænum þar sem haldin var árshátíði félagsmiðstöðvarinnar Bólsins, sem hann sækir oft. Þar var dansað fram undir miðnætti. Á meðan fékk Magnús að vaka langt fram á kvöld.

IMG_6146[1]

Mynd dagsins er af sonunum, Ágústi Loga og Magnúsi Árna að fagna því að skólafríið sé byrjað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband