Kaffi, gestagangur og fyrirsætumús

Sunnudagur 25. október 2009

Það var gestkvæmt hjá okkur í Hrafnshöfðanum í dag. Fyrir utan að vera með 5 næturgesti sem þurfti að næra (sjá færslur síðustu tvo daga), komu mamma og pabbi í kvöldmat. Fyrr um daginn höfðum við Ágúst Logi farið í messu í Mosfellskirkju sem liður í fermingaundirbúningi piltsins. Í kvöld fengum við svo góða gesti í heimsókn þegar Sigga (sjá færslu 18.  október 2009) og Ívar kíktu í kaffi (sjá færslu 20. september 2009). Við þrjú erum í undirbúningsnefnd vegna gönguferðar gönguhóps okkar, Hvatbera, sem fara á í á Strandir næsta sumar. Við vorum að leggja lokahönd á undirbúning á skipulagninguferðarinnar því um næstu helgi hittist gönguhópurinn og þá þarf ferðin okkar að vera orðinn klár. Þetta var því bara hinn skemmtilegasti dagur!

IMG_6057[1]

Mynd dagsins er ein skemmtilegasta mynd sem á sem tengist kaffi. Myndin er tekin í Glaumbæ í Skagafirði og sýnir hendurnar á Ívari (sem fjallað er um hér að ofan) taka mynd af lítilli, sætri mús sem var að laumast inni á safninu. Hún stillti sér upp eins og ljósmyndafyrirsæta og leyfði okkur að taka myndir af sér þó hún hafi sjálfsagt verið óboðinn gestur á kaffihúsi safnsins Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband