Pizzuveisla á Skaganum

Fimmtudagur 22. október 2009

Í dag var Inga að vinna á kvöldvakt. Við feðgar notuðum tækifærið seinni partinn og fórum í heimsókn til pabba og mömmu á Skaganum. Þetta er nú bara skottúr hérna úr Mosfellsbænum, aðeins um 25 min keyrsla. Strákarnir áttu þar góða stund með ömmu og afa (og ég auðvitað líka). Skötuhjúin á Skaganum komu okkur feðgum nú á óvart með því vilja endilega panta handa okkur pizzu áður en farið var til baka í Mosfellsbæinn. Eins og við var að búast slógu piltarnir ekki hendinni á móti þessu tilboði. Við vorum svo komnir til baka um hálf-átta en þá þurfti Ágúst að fara á fótboltaæfingu en Magnús að fara að hátta.

IMG_5983[1]

Mynd dagsins er úr pizzuveisluni hjá ömmu og afa strákanna á Skaganum í dag. Mjög gaman Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband