Skroppið til Akureyrar

Miðvikudagur 21. október 2009

Í dag þurfti ég að vera á Akureyri vegna vinnu minnar. Það var flogið fram og til baka í dag og nokkrir fundir og skoðunarferðir voru á dagskránni, sem var þéttskipuð og dagurinn því vel nýttur. Alveg rjómablíða var á Akureyrinni þó hitastigið hafi verið um frostmark og létt, nýfallin mjöll yfir hluta dagsins. Um kl 16 var flogið til baka eftir velheppnaðan dag.

IMG_5978[1]

Mynd dagsins er tekin á Akureyrarflugvelli í dag og sýnir flugvélina renna í hlað áður en haldið var af stað til Reykjavíkur aftur eftir góðan dag í höfuðstað norðurlands. Ótrúlega þægilegur ferðamáti og skemmtilegur dagur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband