Fjögra systra bröns

Sunnudagur 18. október 2009

Í dag voru fjórar systur hjá okkur fjölskyldunni í "bröns".  Þetta voru systurnar frá Áshóli í Grýttubakkahreppi. Nánar tiltekið er þessi bær við Grenivík í Eyjafirði (rét hjá Akureyri Smile). Tvær þeirra, Sigga og Anna Bára og fjölskyldur þeirra eru vinafólk okkar, en um helgina fengum við að kynnast hinum tveimur systrunum (heldur betur vel Cool). Þær systur, sem allar nema ein búa fyrir norðan, voru í "systra-kaupstaðarferð" í höfuðborginni og tóku helgina með stæl. Í dag voru þær á norðurferð aftur eftir velheppnaða helgi og fengu hjá okkur hressingu áður en haldið var af stað.

IMG_5973[1]
 

Mynd dagsins er af "brönsinum" í dag hjá okkur í Hrafnshöfðanum þegar systurnar fjórar frá Áshóli voru í heimsókn. Á myndinni eru frá vinstri Sigga, Berglind, Anna Bára, Ásdís og Inga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég skal segja ykkur það :) þetta er alveg rosalega flott mynd með alveg svakalega flottu fólki og frábærum "bröns" takk fyrir mig :)

Ásdís (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband