Í kulda og trekki...

Laugardagur 17. október 2009

Í morgun dreif ég mig snemma á fætur. Ætlunin var að skella mér í fjallaferð með félaga mínum Gunnlaugi B. Ólafssyni (sjá blogvinir hér til hliðar) og fleirum. Á stefnuskránni var gönguferð á hæsta topp Kálfstinda (824 m) sem eru fjallgarður við Lyngdalsheiðina milli Laugarvatns og Þingvalla. Hinir þekktu Laugavatshellar (sjá færslu 30. júlí 2009) er í þessum fjallgarði. Það viðraði ekkert sérstaklega vel á okkur Gunnlaug og sjö aðra ferðafélaga, þegar lagt var í hann. Engin sólarvörn var tekin með í ferðina og hennar var svo sem heldur ekki saknað. Þó hlýtt hafi verið í byrjun ferðar rigndi meira og minna allan tímann og þegar upp á fjallgarðinn var komið, var kominn ansi hressilegur kuldatrekkur sem fylgdi okkur upp á topp. Skyggnið var ekkert en ferðin var hressandi  (er að reyna að vera jákvæður LoL). Í einni nestispásunni (sem stóð bara yfir í eina mínútu vegna veðurs) einhvers staðar ofarlega í fjallgarðinum náði ég að týna símanum mínum. Ég sé hann víst ekki meir. Það er þó lán í óláni að síminn var eiginlega ónýtur og um helgina stóð til að skipta yfir í nýjan. Símanúmerin 169 sem voru í minninu er þó verra að missa en ég hlýt að lifa þetta af.

 
IMG_5963[1]

Mynd dagsins er tekin í gönguferð dagsins á Kálfstinda. Eins og sjá má var alveg nóg af rigningu en galsann vantaði nú ekki hópinn. Þessi mynd er tekinn upp á fjallgarðinum og þarna var brugðið á leik á háum steini sem varð á leið okkar. Gunnlaugur félagi minn er þarna appelsínugulur lengst til hægri. Þó útsýnið hafi alveg verið að skornum skammti var þetta bara hressandi og skemmtileg ferð Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband