13.10.2009 | 00:12
Stórdansiball Skagamanna međ Páli Óskari
Laugardagur 10. október 2009
Í kvöld var mikiđ ađ gerast. Viđ félagarnir í félagsskapnum Club71 (sjá nokkrar fćrslur í sumar og vor) tókum okkur til og héldum stórdansleik! Markhópurinn voru brottfluttir Skagamenn ásamt ţeim sem ennţá búa á Skaganum. Balliđ var haldiđ í félagsheimilinu Hlégarđi hér í Mosfellsbć en ţađ er einmitt mitt á milli Akraness og höfuđborgarsvćđisins. Páll Óskar var fenginn til ađ halda uppi stuđinu. Strax kl. 21 vorum viđ Inga mćtt í partý til Elvars og Jóhönnu vinafólks okkar hér í Mosó ţar sem hluti félagsskaparins hittist ásamt mökum og vinum. Um hálftólf héldum viđ svo í Hlégarđ og fljótlega byrjađi fólk ađ streyma inn. Balliđ heppnađist aldeilis meiriháttar vel og minnti helst á skólaball í Fjölbrautarskóla Vesturlands fyrir 15-20 árum. Langt síđan mađur hefur veriđ á balli ţar sem mađur ţekkir flesta og ţrátt fyrir ađ dansgólfiđ hafi veriđ fullt af fólki til kl. 3:30 ţegar Palli sleit ballinu, fór góđur tími í spjalla viđ gamla vini og kunningja - marga hafđi mađur ekki séđ árum saman. Aldeilis rosalega vel heppnuđ skemmtun!
Mynd dagsins er tekin í Skagamannaballinu í Hlégarđi nú í kvöld. Ţarna er ég ásamt Sćvari og Rúnari félögunum mínum og sjálfum Páli Óskari. Sćvar og Rúnar voru í innsta hring undirbúningsins fyrir dansleikinn ásamt fleiri félögum okkar. Stórdansiballiđ gekk semsagt vonum framar: mikiđ stuđ og fólk mjög ánćgt.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.