Karókí í Ölver

Föstudagur 9. október 2009

Í kvöld kíkti ég við á hinum sögufræga veitinga- og skemmtistað Ölveri en staðurinn er staðsettur í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ fyrir þá sem ekki vita. Um 100 félagar í starfsmannafélagi Hrafnistu í Reykjavík (vinnustaður minn) voru þar með æsispennandi karókí hátíð. Dagskráin hófst á ljómandi góðum kvöldverði og síðan voru dregnir út nokkrir happdrættisvinningar. Á staðinn voru mættar idol-stjörnurnar Heiða og Anna Hlín en báðar bera þær þann heiður að hafa orðið í öðru sæti í þessari merku keppni. Anna Hlín er reyndar starfsmaður hjá okkur líka. Þær komu fjörinu heldur betur í gang með því að taka nokkur lög áður en viðstaddir sýndu snilli sína. Þetta var mjög skemmtilegt en þær stöllur komu mér þó í mikil vandræði um mitt kvöldið með því að kalla mig upp á svið til að taka lagið fyrir fólkið. Ég hef nú reyndar frekar takmarkaða sönghæfileika og sérstaklega ekki þegar ég veit ekki fyrirfram hvaða lag ég er að fara að syngja. Það má þó ekki taka lífið of alvarlega og eftir að samstarfólkið hafði skemmt sér við að láta mig taka eitt lag var ég klappaður upp til að taka annað Smile Ég var þó komin snemma heim enda bara ætlunin að kíkja aðeins við og kanna stemminguna sem var mjög góð!

karokí

Mynd dagins er tekin í kvöld í Ölveri í Glæsibæ á Karókíhátíðinni. Myndin sýnir nokkrar samstarfskonur mínar í banastuði enda var fólk fljót farið að syngja og dansa um allan sal með "listamönnunum" Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband