Guðbrandur Víðir

Miðvikudagur 7. október 2009

Einn af vinnustöðum mínum er hjúkrunarheimilið Víðines sem staðsett er á Alfsnesi milli Mosfellsbæjar og Kollafjarðar. Ég kem þar öðru hverju. Í Víðinesi býr einn feistasti köttur landsins, Guðbrandur Víðir. Hann er þó hvers manns hugljúfi á staðnum og blíður og góður við alla. Maður reynir að kíkja á kappann þegar maður er á ferðinni en eins og katta er siður er Guðbrandur ekki alltaf heimavið. Í dag var ég á ferðinni í Víðinesi og náði aðeins að klappa gleðigjafanum Guðbrandi Víði.

gudbrandur vidir

Mynd dagsins er af kettinum mikla, Guðbrandi Víði, í Víðinesi. Hann lá í makindum í körfunni sinni þegar ég hitti hann í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband