Og þá er FIFA10 komin út...

Miðvikudagur 30. september 2009

Í dag er stór dagur hjá Ágústi Loga syni mínum. Í dag kom í verslanir ný útgáfa af uppáhalds play-station leiknum hans, FIFA. Útgáfan núna er semsagt FIFA2010. Þetta er fótboltaleikur og á hverju ári kemur út ný útgáfa. Leikurinn er í grunninn alltaf sá sami en milli ára hafa leikmenn auðvitað skipt um lið og ýmis ný atriði koma með hverri nýrri útgáfu. Ágúst fór nú seinni partinn í dag, með Arnari vini sýnum í verslunina Geimstöðina í Kringlunni þar sem fór fram keppni í tölvuleiknum FIFA í tilefni útgáfudagsins. Þar var urmull af stákum á öllum aldri og auðvitað gafst þeim kostur á að kaupa eintök af nýja leiknum. Ágúst kom heim alveg gríðarlega montinn. Þó honum hafi ekkert gengið sérstaklega vel í mótinu, þar sem hann féll út í 2. umferð fyrir 18 ára strák, þá var hann fyrstur í röðinni þegar leikurinn fór í sölu þannig að hann var sá allra fyrst sem kaupir eintak af tölvuleiknum hér á landi - aldeilis merkilegt! Smile

IMG_5869[1]

Mynd dagsins er af okkur Ágústi með nýja tölvuleikinn, FIFA10. Þegar heim var komið eftir kaup dagsins og þátttöku í mótinu þurfti að sjálfsögðu að prófa leikinn en hægt er að keppa saman í liði eða hvor við annan í leiknum. Þar sem Magnús Árni var farinn að sofa þegar Ágúst kom heim úr Kringlunni stóðu mér ekki aðrir möguleikar til boða en að spila leikinn við piltinn nú í kvöld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband