1.10.2009 | 22:47
Konan með borvélina :-)
Mánudagur 28. september 2009
Í blíðunni í dag vorum við Inga í ýmsum útistörfum tengdum húsinu og garðinum en hitt og þetta þurfti að klára fyrir veturinn. Það sem er nú líklega skemmtilegast við daginn er að rifja upp hvað frúin er öflug á borvélinni okkar. Hún tekur rispur á henni ekki síður en ég. Meðan ég klifraði upp í stigum við að mála var hún að hamast við að laga hliðin á pallinum okkar þar sem borvélin lék lykilhlutverk.
Mynd dagsins í dag er að borvélinni okkar góðu Bara gaman
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.