28.9.2009 | 22:56
Bollur í Borgarnesi
Sunnudagur 27. september 2009
Um kaffileytið í dag lögðum við fjölskyldan af stað heim úr Grundarfjarðarferð okkar sem var alveg mjög skemmtileg (sjá færslu gærdagsins). Á leiðinni var stoppað í Borgarnesi hjá tengdaforeldrum mínum sem þangað eru nýfluttir (sjá færslu 13. september). Þar var okkur boðið í fínasta sunnudagskaffi þar sem glóðvolgar, nýbakaðar heimabakaðar bollur ásamt kryddbrauði voru á boðstólnum.
Mynd dagsins er tekin í Borgarnesi í dag í ljúffengu sunnudagskaffi. Þarna eru Inga og strákarnir ásamt Önnu tengdamömmu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.