28.9.2009 | 22:42
Halló Grundarfjörður
Laugardagur 26. september 2009
Í morgun fórum við fjölskyldan í heimsókn á Grundarfjörð en þar býr vinafólk okkar, Pétur og Eva ásamt börnum sínum. Með í för voru líka vinir okkar, Sævar og Hafdís, ásamt sínum börnum. Við áttum mjög góðan dag á Grundarfirði. Það var reyndar alveg ömurlegt veður þannig að við vorum nánast bara innivið. Engu að síður mjög skemmtilegur dagur og kvöld
Mynd dagsins er tekin á Grundarfirði í dag. Þarna erum við öll að spila bingó en það var auðvitað mikið fjör og mikil spenna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.