Að syngja tíðir

Fimmtudagurinn 24. september 2009

Eftir hádegi í dag lá leið mín Skálholt þar sem ég þurfti að sækja fund tengdan vinnunni. Þó ég hafi nú ekki oft komið í Skálholt, er alltaf sérstök en skemmtileg upplifun að koma á þennan sögufræga stað. Kl. 18 var gert fundarhlé og fundargestir drifnir út í kirkjuna til að aðstoða við að syngja tíðir. Að syngja tíðir er örstutt kirkjuleg athöfn sem tveir aðilar (eða tveir hópar) syngjast á, ásamt bæn og fleira tengdu guðs orði. Það sem er nú merkilegt við þetta er að tíðir, sem eru katólskur siður, hafa verið sungnar í Skálholti frá 13. öld og því er nú nokkuð forvitnilegt fyrir túrista eins og mig með mikinn áhuga á landinu og sögu þess, að upplifa svona viðburð. Tíðirnar eru sungnar tvisvar á hverjum degi, allt arið um kring, kl 9 og kl 18. Efnisskráin er nokkuð misjöfn eftir því hverjir eru viðstaddir (þ.e. vanir tíðasöngvarar) og fjölda gesta. Þar sem það var bara einn formlegur forsöngvari við tíðasönginn í dag var dagskráin frekar einföld. En þá hefur maður prófað þetta - að vera viðstaddur þegar sungnar eru tíðir í Skálholtskirkju.

 

IMG_5807

Mynd dagsins er tekin við Maríu-hluta Skálholtskirkju nú í kvöld og sýnir Kristinn Ólason rektor Skálholtsskóla að viðhalda hinum forna sið að syngja tíðir. Altarið er frá tímum Brynjólfs biskups sem var í Skálholti á 17. öld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband