Hey! Settu niður kartöflur - Hey! þær koma upp!

Þriðjudagur 22. september 2009

Seinni partinn í dag fór ég með sonunum tveimur, Ágústi Loga og Magnúsi Árna, í heimsókn til ömmu og afa á Akranesi. Aðaltilgangur heimsóknarinnar var að taka upp kartöflur en í vor settu þeir bræður niður í sitt hvort kartöflubeðið í bakgarðinum á Bjarkargrundinni hjá ömmu sinni og afa. Uppskeran var mjög góð, yfir 8 kíló af kartöflum úr hvoru beði en minna en kíló af útsæði fór í hvort beð. Það verða því nýjar og gómsætar kartöflur í matinn hjá okkur næstu daga Smile Eftir garðvinnuna var boðið upp á grillaða blá-keilu áður en haldið var í Mosfellsbæinn aftur.

IMG_5775[1]

Mynd dagsins er tekin úti í kartöflugarði í bakgarðinum á Bjarkargrundinni. Þarna eru piltarnir ásamt Magnúsi afa sínum í kartöfluupptökunni og virðast menn bara vera nokkuð stolltir af uppskerunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband