23.9.2009 | 23:49
Karlar sem hata konur
Mánudagur 21. september 2009
Í kvöld fórum við Inga í bíó og sáum myndina "Karlar sem hata konur". Þess mynd hefur verið mjög umtöluð nú í sumar en myndin er gerð eftir samnefndri metsölubók sænska rithöfunarins Stieg Larsson. Myndin mun vera vinsælasta mynd sem gerð hefur verið á Norðurlöndum. Það skil ég nú bara mæta vel. Ég er reyndar ekki búinn að lesa bókina en myndin var hreint alveg mögnuð og áhrifarík.
Mynd dagsins er tekin fyrir utan kvikmyndahúsið Regnbogann nú í köld en þar fórum við Inga í bíó. Það er mjög gott þegar kvimyndahúsin bjóða upp á níu-bíó eins og í gamla daga. Fyrir fjölskyldufólk er kl. 20 eiginilega of snemmt og kl. 22 dálítið seint.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.