Síðasta grill sumarsins

Laugardagur 19. september 2009

Við fjölskyldan ákáðum bara að taka það rólega í kvöld, þó að við höfum bardúsað ýmislegt skemmtilegt í dag. Við höfum verið á miklum faraldsfæti síðustu helgar og svo verður einnig þær næstu. Það var því ágætt á eiga eitt rólegt laugardagskvöld saman þar sem við grilluðum lambafilé, borðuðum ís og nammi, og horfðum á skemmtilega fjölskyldumynd. Þetta var jafnframt síðasta grillið í sumar því næstu daga munum við smella grillinu og garðhúsgögnunumí inn fyrir veturinn.

IMG_5767[1]

Mynd dagsins er tekin úti á palli nú undir kvöld þar sem húsbóndinn er við störf í líklegast síðasta grilli sumarsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Hafnarfirðinum er grillað allt árið

Súsanna (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband