Flottur foreldrafundur

Fimmtudagur 17. september 2009

Kl 18 í kvöld fórum við Inga á foreldrafund í Lágafellsskóla hér í Mosfellsbænum. Þá var öllum foreldrum barna í 1. bekk boðið að kynna sér skólastarfið en yngri sonur okkar, Magnús Árni, tilheyrir einmitt þessum hópi. Dagskráin hófst með nokkrum stuttum kynningarfyrirlestrum en kl. 19 var boðið upp á flottan kvöldverð við uppdekkuð borð. Mjög flott umhverfi og góður matur en þetta er eitthvað sem maður hefur nú ekki kynnst áður á foreldrafundum. Eftir matinn var okkur foreldrunum skipt í litla hópa sem færðust skipulega milli kennara í hinum ýmsu greinum og þar fengum við upplýsingar um skólastarfið. Þetta er alveg frábært framtak hjá kennurum og starfsfólki Lágafellsskóla sem fá alveg 5 stjörnur fyrir metnað og áhuga við að gera foreldrafundinn og skólastarfið eins öflugt og kostur er.

IMG_5762[2]

Mynd dagsins er af Magnús Árna í skólanum. Því miður vorum við ekki með myndavél á foreldrafundinum svo myndin af Magnúsi Árna í skólastofunni sinni nú í morgun verður bara að duga í dagSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband