16.9.2009 | 19:30
Nætursaltað var það heillin...!
Miðvikudagurinn 16. september 2009
Inga var á kvöldvakt í kvöld þannig að við feðgarnir vorum einir heima í kvöldmatnum. Við þessi tækifæri, þá notum við stundum tækifærið og höfum "strákamat". Oft er það fiskur sem verður fyrir valinu. Í kvöld var það eitt af mínum uppáhaldi, sem við gæddum okkur á - nætursöltuð ýsa. Alveg hreint guðdómlegur matur sem ég borða allt of sjaldan
Mynd dagsins er tekin í eldhúsinu nú í kvöld og sýnir yfirkokkinn með hina gómsætu máltíð sem við strákarnir gæddum okkur á í kvöld
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.