16.9.2009 | 19:12
Vinna, vinna, vinna...
Mánudagur 14. september 2009
Þessa dagana er frekar mikið að gera hjá mér í vinnunni. Dagurinn í dag var nokkuð strembinn og þegar ég kom heim undir kvöldmat var margt óleyst. Ég sat því við tölvuna fram á nótt. Svona er lífið stundum en sem betur fer er ég í mjög skemmtilegri vinnu!
Mynd dagsins er tekin nú í kvöld. Þarna er ég kominn heim og sit við fartölvuna. Í fyrra gaf Inga mér forláta púða með spjaldi á annari hliðinni en þessi púði er sérhannaður undir fartölvur og nýtist vel því stundum þarf maður að vinna í tölvunni á kvöldin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.