Flutt úr Fífusundinu

Sunnudagur 13. september 2009

Alla helgina (fyrir utan gærkvöldið, sjá færslu gærdagsins) höfum við fjölskyldan staðið í ströngu upp á Hvanneyri. Þar búa tengdaforeldrar mínir, Anna og Ingimar, en nú um helgina vorum við að aðstoða þau við að flytja. Síðstu 36 ár eða svo, hafa þau skötuhjú búið í Fífusundi við Hvanneyri en nú liggur leiðin í Borgarnes. Reyndar eiga þau líka íbúð í Reykholti í Biskupstungum svo með sanni má segja að þegar einar dyr lokast, opnist nýjar annars staðar. Flutningarnir hafa átt sér nokkurn aðdraganda enda er gríðarlegt magn af dóti sem þarf að fara í gegnum eftir svona langan búskap. Þetta gekk þó allt saman vel og í gær fluttum við þann hluta búslóðarinnar sem átti að fara í Borgarnes á sinn stað. Í dag var svo lokafrágangur og farið með drasl á tilheyrandi stað. Svo fórum við Ingimar, ásamt Magnús Árna, með hluta búslóðarinnar austur í Reykholt. Á meðan voru Inga og systur hennar Kristín Erla og Jóna ásamt Rögnu systur Önnu, á fullu við að taka upp úr kössum og raða húsgögnum í íbúðinni í Borgarnesi sem stefnir bara í að verða hin glæsilegasta.

IMG_5732[1]

Mynd dagsins er tekin fyrir utan Fífusund. Hún er nokkuð táknræn fyrir flutningana um helgina en hún sýnir Fífusund og flutningabíl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband