14.9.2009 | 00:10
Harry, ég var að spugulera...!!!
Laugardagur 12. september 2009
Í kvöld var leikhúsferð hjá fjölskyldunni. Leikhús er munaður sem maður getur ekki leyft sér of oft en í kvöld fórum við öll fjölskyldan í Borgarleikhúsið og sáum frumsýningu á leikritinu "Harry og Heimir". Þetta leikrit byggir á útvarpsþáttum sem fluttir voru á útvarpsstöðinni Bylgjunni fyrir 20-25 árum en höfuðpaurarnir í ævintýrinu er Spaugstofumennirnir Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sem leika öll hlutverkin sjálfir. Útvarpsþættirnir eru vægast sagt í léttari kantinum og þarna skapast vettfangur þar sem fimm-aura brandararnir bókstaflega flæða eins og stórfljót. Þar sem strákarnir okkar hafa hlustað nokkuð á þættina og við Inga þekkjum þá frá fornu fari, voru líklega allir í fjölskyldunni jafnspenntir að sjá leikritið. Og það olli sannarlega ekki vonbrigðum...! Allt var í stíl við útvarpsþættina og ef manni finnst þeir skemmtilegir er leikritið æðislegt. Flestir í leikhúsinu veltust um af hlátri alla sýninguna (þar með talin við). Greinlegt var þó að ekki allir voru með rétta húmorinn fyrir þetta þar sem við urðum nú vör við að ekki allir áhorfendur skiluðu sér til baka eftir hlé. En fyrir okkur fjölskylduna var þetta alveg frábær sýning!!!
Mynd dagsins er tekin í Borgarleikhúsinu í kvöld á frumsýningu leikritisins "Harry og Heimir". Ágúst Logi og Magnús Árni stilltu sér upp við auglýsingaskilti og fóru að "spugulera" en það er vísun í eina frægust setningu sem tengist Harry og Heimi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.