13.9.2009 | 23:44
Bragðgott bakarí
Fimmtudagur 10. september 2009
Við hér í Mosfellsbænum eigum ægilega fínt bakarí, Mosfellsbakarí. Það er nú reyndar ekkert sniðugt að fara þangað of oft svo maður verði ekki kúlulaga í laginu. En einstaka sinnum fellur maður fyrir freistingunum. Í gær og dag var Ágúst Logi hálfslappur þannig að seinni partinn í dag fór ég út í bakarí og keypti eitthvað gott til að hressa hann við (og líka fleiri fjölskyldumeðlimi).
Mynd dagins er úr Mosfellsbakaríi og gefur vonandi innsýn í allt það ljúffenga og bragðgóða sem þar er á boðstólnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.