10.9.2009 | 23:17
Þar sem lýsið lekur af lyfjafræðingum...
Miðvikudagur 9. september 2009.
Undanfarin 10 ár eða svo hef ég mætt flest miðvikudagskvöld í íþróttahúsið hér að Varmá og spilað fótbolta. Í yfir 20 ár hafa karlkyns lyfjafræðingar (sem eru í minnihluta í stéttinni) hist einu sinni í viku yfir veturinn og spriklað í fótbolta. Við erum á öllum aldri og höfum bara mjög gaman af þessum sið. Venjulega mætum við 8-12 í hvern tíma og spilum í eina klukkustund (sem er alveg nóg). Svo fylgja auðvitað með helstu sögur sem ganga í bransanum og farið yfir þjóðfélagsmálin.
Mynd dagsins er tekin í lyfjafræðingafótboltanum í kvöld en mér fannst alveg tilvalið að hafa eina fótboltamynd hérna í viðbót þar sem þær hafa verið áberandi síðustu daga. Myndir sýnir þá sem mættu í kvöld og eins og sjá má var vel tekið á því og lýsið rann af mönnum. Á myndinni eru frá vinstri: Efri röð Haukur, Rikki og Ari. Neðri röð Maggi, Eggert, Finnbogi, ég og Sverrir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.