6.9.2009 | 22:20
15 ára greifi!
Laugardagur 5. september 2009
Ég vaknaði eldsnemma í morgun til að bruna til Akureyrar til að fylgjast með Aftureldingarstrákunum í 4. flokki keppa í úrslitakeppni Íslandsmótsins (sjá færslu 2. september 2009). Inga og Magnús Árni fóru hins vegar upp á Hvanneyri til tengdaforeldra minna að hjálpa til við stórtiltekt sem þar fer fram um helgina. Ég var kominn til Akureyrar rétt fyrir hádegið en leikur dagsins hjá drengjunum hófst kl. 12. Þar unni þeir Fylki 4-1 en höfðu í gær tapað mjög óheppilega 0-1 fyrir KA. Eftir leikinn fórum við Ágúst Logi til Jónu mágkonu en Rúnar Ingi (sonur hennar) á 15 ára afmæli í dag og var boðið upp á kökur o.fl. Við fórum svo fjögur út að borða í kvöld í tilefni afmælisins. Afmælisdrengurinn valdi veitingastaðinn Greifann þar sem víð áttum góða stund áður en við skiluðum Ágúst Loga aftur til félaga sinna í Aftureldingarliðinu.
Mynd dagins er tekin á veitingastaðnum Greifanum á Akureyri nú í kvöld þar sem 15 ára afmæli Rúnars Inga var fagnað
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.