6.9.2009 | 21:25
Úrslitakeppni undirbúin
Miðvikudagur 2. september 2009
Í kvöld fór ég á foreldrafund hjá 4. flokki í Knattspyrnudeild Aftureldingar. Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu er eldri sonur okkar, Ágúst Logi, að æfa og spila með flokknum. Á foreldrafundinum var verið að fara yfir keppnisferð sem piltarnir okkar eru að fara í til Akureyrar um næstu helgi. Þá fer fram úrslitakeppni Íslandsmótsins í 4. flokki og verður spennandi að fylgjast með Aftureldingarpiltum þar. Á Akureyri keppa 4 lið af þeim 8 sem best stóðu sig í sumar og sigurvegarinn fer í úrslitaleikinn sjálfan.
Mynd dagsins er reyndar ekki af foreldrafundinum heldur dró ég fram 25 ára gamla mynd. Málið er nefnilegast þannig að fyrir nákvæmlega 25 árum var ég í sömu sporum og Ágúst Logi. Fór þá með liði mínu, Skagamönnum í úrslitakeppnina og uppskárum þar Íslandsmeistaratiltil. Enginn pressa samt á piltinum að jafna það Fyrir þá sem ekki þekkja mig á myndinni þá er ég í rauðri peysu í neðri röð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.