1.9.2009 | 23:08
Afmælisdagur Ingu
Sunnudagur 30. ágúst 2009
Hún Inga mín, eiginkona síðustu 11 ár, á afmæli í dag. Venju samkvæmt hér í fjölskyldunni, var hún vakinn með afmælissöng og fékk færðan morgunmat í rúmið. Svo fórum við fjölskyldan í afmælisveislum við Flúðir þar sem systursynir Ingu, Kristinn Þór (9 ára) og Þorsteinn Ingi (2 ára) héldu upp á afmæli sitt með hnallþórum, hvolpasýningu og miklu fjöri. Dagurinn fór að mestu í ferðina á Flúðir en við fjölskyldan munum halda betur upp á afmælið hennar Ingu við betra tækifæri.
Mynd dagsins átti að vera af Ingu með afmælistertu, pakka og morgunverðin í rúminu en mér var harðbannað að setja þá mynd hér inn. Í staðir kemur hér mynda af henni Ingu þegar hún var 1 árs á seinni hluta síðust aldar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.