Kominn unglingur á heimilið...

Þriðjudagur 25. ágúst 2009

Í dag varð eldri sonurinn á heimilinu, Ágúst Logi, formlega lýstur sem "unglingur" en í dag hóf hann nám í 8. bekk (= unglingadeild) í Lágafellsskóla hér í Mosfellsbænum. Búið er að stokka upp bekkjunum þannig að nýjir bekkjarfélagar biðu kappans í dag. Ágúst er þó með flestum bestu vinum sínum áfram í bekk og flesta í árgangnum þekkti hann fyrir, þannig að ekki ættu að vera mörg ókunnug andlit í bekknum. Það er pínu sjokk fyrir okkur foreldrana að eiga svona gamalt barn en þetta er víst gangur lífsins Smile

IMG_5560

Mynd dagsins er af Ágústi Loga á fyrsta skóladeginum sem "unglingur" Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband