Þessi Bruno!

Sunnudagur 23. ágúst 2009

Í kvöld fórum við Ágúst Logi í bíó. Við sáum myndina Bruno með stórleikaranum Sacha Baron Cohen. Sællar minningar um hina velheppnuðu mynd leikarans um Borat, var maður búinn að búa sig undir hvað sem er á hvíta tjaldinu. Og það var líka eins gott að vera vel undirbúinn því, vægast sagt, er ýmislegt er gert til að halda athyglinni. Við feðgar hlógum ansi mikið af myndinni, þó ég hafi reyndar tekið eftir að hann hló oft á allt öðrum stöðum en ég. Hefði líklegast ekki farið með piltinum á myndina ef ég vissi nákvæmlega um hvað hún væri - en engu að síður hin skemmtilegasta afþreying ef maður tekur sjálfan sig ekki of alvarlega. Vil nú ekki spilla fyrir þeim sem ekki hafa séð myndina með því að rekja söguþráðinn hér.

 

bruno2

Mynd dagsins er af austurísku tískulöggunni Bruno sem var aðalnúmerið í bíóferð kvöldsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband