"Síðasta kvöldmáltíðin"

Fimmtudagurinn 20. ágúst 2009

Guðrún mágkona, sem býr í Þýskalandi, hefur verið á Íslandi síðustu 3 vikur eða svo. Stóran hluta þessa tíma hefur hún haft aðsetur hér hjá okkur, þó hún hafi verið á fleygiferð um allt land. Í kvöld hélt hún til baka til Þýskalands. Það er alltaf gaman að hafa Guðrúnu í heimsókn enda venjulega líf og fjör í kringum hana. Nú í kvöld borðuðum við saman "síðustu kvöldmáltíðina" áður en Inga og strákarnir skutluðu henni í Leifsstöð. Guðrún vildi endilega fá að velja og elda kvöldmatinn. Fyrir valinu var Tex-Mex veisla sem Guðrún töfraði fram, strákunum sérstaklega til mikillar gleði.

IMG_5510[1]

Mynd dagsins er af okkur fjölskyldunni og Guðrúnu mágkonu við kvöldmatarborðið í kvöld. Nú er bara að byrja telja niður þangað til Guðrún kemur næst...Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband