16.8.2009 | 23:07
Grillveisla til heiðurs hjólreiðahetjum
Sunnudagur 16. ágúst 2009
Mestur hluti dagsins fór í að mála þakkantinn (sjá færslu gærdagsins). Því miður kom rigning seinni partinn þannig að verkefnið kláraðist ekki. Í staðinn stukkum við fjölskyldan upp í bíl og keyrðum í sumarbústað fjölskyldunnar í Úthlíð. Þar var að byrja grillveisla til heiðurs Ágústi Loga og Bryndísi frænku en þau tóku sig til í dag og hjóluðu frá Mosfellsheiði, gegnum Þingvelli, yfir Lyngdalsheiðina og alla leið í Úthlíð, alls 56 km!!! Eftir hjólatúrinn skelltu þau sér í pottinn og við fjölskyldan áttum góða stund með Bryndísi, mömmu og pabba yfir grillaðri grísasteik. Svo voru hjólreiðagarparnir, ásamt hjólum, keyrðir til baka í Mosfellsbæinn.
Mynd dagsins er af hjólreiðagörpunum Ágústi Loga og Bryndísi. Þarna eru þau komin á pallinn í Úthlíð eftir alls 56 km hjólreiðar - ótrúlega flott hjá þeim
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.