Að þekja þakkantinn

Laugardagur 15. ágúst 2009

Það er heilmikið maus að eiga hús og garð. Það er sífellt nóg af verkefnum og alltaf virðist vera nóg eftir. Í dag tókum við Inga okkur til og byrjuð að mála þakkantinn á húsinu. Við þurftum reynda að hætt undir kvöldmat þegar byrjaði aðeins að rigna. Við vonumst nú til að geta klárað þetta á morgun ef vel viðrar. Þá eigum við reyndar eftir alla glugga og hurðir en það verðu hægt að kroppa í eftir þörfum fram á haust. Við tókum það svo bara rólega í kvöld.

IMG_5493[1]

Mynd dagsins er af mér við málningarstörfin. Fljótlega fékk ég tvær brúnar skellur á andlitið og Ingu fannst tilvalið að smella af mynd sem sýnir þær, þó etv sé erfitt sé að greina þær nema stækka myndina Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband