12.8.2009 | 23:31
Skokkað í Skammadal
Þriðjudagur 11. ágúst 2009
Í kvöld brá ég mér út að hlaupa. Þar sem ég hef ekkert verið of duglegur að hreyfa mig undanfarið ákvað ég að taka vel á því í þetta skiptið. Fyrir valinu var skemmtileg hlaupaleið, um 15 km, sem ég fer einstaka sinnum en þá hleyp ég um Mosfellsbæ og gegnum Skammadal. Þetta er fallegur, lítill dalur sem liggur úr Mosfellsdal, á bakvið fjallið Helgafell og afmarkast af fjallinu Reykjaborg á hina hliðina. Skammidalur einkennist af fjölda lítilla sumarhúsa sem þar standa, en sjálsagt hefur þessi dalur hýst sumarhýsi fyrir höfuðborgarbúa í áratugi.
Mynd dagsins er úr Skammadal þar sem ég skokkaði (og brenndi kaloríum) nú í kvöld Myndir sýnir sýnishorn af þessum fjölmörgu, litlu sumarhúsum sem þar er að finna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.