Planið planað

Sunnudagur 9. ágúst 2009

Verslunarferð var á dagskrá fjölskyldunnar í dag. Við það var líka staðið því upp úr hádeginu var ég dreginn af stað í verslunarferð í hinar ýmsustu búðir. Við vorum komin heim rétt fyrir kvöldmat og merkilegt hvað ég entist við þetta. Ég þarf þó ekki að kvarta, ekki mjög oft sem ég þarf að skrölta í búðirSmile

IMG_5324[1]

Í kvöld fórum við Inga í bíltúr að skoða innkeyrslur í Mosfellsbænum. Nú erum við nánast ákveðin í að láta helluleggja innkeyrsluna hjá okkur á næstu vikum en planið okkar er ennþá ófullgert. Það þarf hins vegar að spá og spuglera mikið áður en farið er af stað - plana planið vel. Mynd dagsins er af innkeyrslunni eins og hún er í dag. Vonandi get ég sýnt mynd af tilbúinni hellulagðri innkeyrslu  eftir nokkrar vikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband