9.8.2009 | 11:09
Stóragjá og stórmeistarajafntefli
Föstudagur 7. ágúst 2009
Í morgun var pakkað saman eftir ferðalag vikunnar og haldið heim á leið í Mosó. Dagurinn fór að mestu leiti í akstur. Strákarnir voru nokkuð þreyttir og eftir að frændanum hafði verið skilað á Akureyri sváfu þeir að mestu leyti alla leiðina. Undir kvöld skellti ég mér á mjög spennandi knattspyrnuleik hjá Aftureldingu og ÍA sem endaði með stórmeistarajafntefli 1-1. Á eftir hittumst við nokkrir félagar, gilluðum saman, fórum í pottinn og áttum saman góða stund.
Mynd dagins er tekin ofaní Stórugjá í Mývatnssveitinni og sýnir Ágúst Loga og Ingu. Það er mjög skemmtilegt fyrir fjölskylduna að kíkja aðeins í þessa gjá sem er alveg rétt við Þjóðveg 1. Gjáin getur þó verið varasöm en þar er líka að finna leyndan (?) baðstað með heitu vatni sem við þurfum að prófa við tækifæri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.