Við Mývatn

Fimmtudagur 6. ágúst 2009

Ferð okkar á Norðurlandi hélt áfram í dag. Í gær komum víð á Mývatn en þar er nú aldeilis hægt að dveljast í marga daga við að skoða náttúruna og njóta. Rétt fyrir hádegið voru allir tilbúnir og þá fórum við upp að Kröfluvirkjun og kíktum á Víti. Jafnframt gengum við stóran hring á Leirhnjúkssvæðinu en þar ægir saman litadýrð náttúrunnar í öllu sínu veldi. Þarna var gríðarlega mikið af ferðamönnum og þeir erlendu í algerum meirihluta þannig að tilfinningin er eins og maður sé staddur erlendis. Eftir Leirhnjúksgöngu fórum við yfir í Dimmuborgir þar sem við áttum góða stund við að kíkja ofan í gjótur og skoða hella. Dimmuborgir eru orðnar það fjölfarinn staður að breiðir göngustígar liggja um aðalleiðir og ekki má fara út af þeim. Undantekningin er þó "krákustígur" sem liggur um hluta svæðisins og hann ætti fólk að fara til að upplifa alvöru Dimmuborgastemmingu. Fyrir kvöldmatinn skelltum við okkur svo í Bláa Lón þeirra Norðanmanna, Jarðböðin við Mývatn, áður en lambasteikur voru grillaðar ofan í liðið.

Leirhnjúkur

Mynd dagsins er tekin í hrauninu við Leirhnjúk í dag. Það eru skemmtilegar gönguleiðir um hraunið sem enn rýkur úr enda var áralöng jarðskjálfta og eldvirkni á svæðinu sem lauk um 1984. Á myndinni er Inga að hjálpa Magnúsi Árna yfir djúpa sprungu Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband