9.8.2009 | 10:33
Siglufjörður City
Þriðjudagur 4. ágúst 2009
Í dag héldum við fjölskyldan í ferðalag norður í land en þar ætlum við að vera næstu daga. Staðarval í ferðalaginni réðist aðallega af veðurspá en hér sunnan- og vestanlands á að vera rigning. Eftir hádegið keyrðum við í rólegheitum alveg á Siglufjörð en þar höfum vð lítið verið. Inga hefur t.d. aldrei komið þarna áður nema sem barn. Ég hef reynda komið þarna nokkrum sinnum. Siglufjörður er fallegur bær og sem þó var greinilega á hátindi sínum rétt um miðja síðustu öld þegar síldinarævintýrið var í algleymi. Á Siglufirði er eitt flottasta safn landsins, Síldarminjasafnið, sem er algert "must" fyrir alla Íslendinga að skoða amk einu sinni. Sérstaklega er magnað að að sjá myndir frá hátindi síldarævintýrisins þegar hundruðir skipa lágu við bryggju og bærinn mynnti helst á stórborg í Útlöndum.
Mynd dagsins er af Siglufirði. Við keyrðum gömlu leiðina um Siglufjarðarskarð og Inga tók þessa mynd þar uppi. Það var flott að sjá hvernig þykk ský söfnuðust kringum fjallatoppana í firðinum en í miðjunni þar sem bærinn er skein sólin skært.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.